Hver er til í aðra greinakeppni? :D

Síðasta keppni heppnaðist vel en það væri frábært að fá meiri þátttöku núna.
Þess vegna verður þemað í þessari keppni ögn auðveldara en í síðustu, en þó á svipuðum nótum, nefnilega;

Uppáhalds bókin mín!

Gott er að fram komi;
- Almennt um bókina, höfundur, bókmenntastefna og slíkt
- Umfjöllun um söguþráðinn, en varið ykkur að spoila ekki!
- Hvað það er við bókina sem gerir hana að uppáhaldi (og það er auðvitað mikilvægasti parturinn)

Greinarnar skulu vera að lágmarki blaðsíða í Word og skulu vera merktar greinakeppninni.
Fresturinn verður vel rúmur, út september. (með fyrirvara um breytingar, það veltur á þátttökunni)


Að sjálfsögðu verða svo verðlaun!