Heilir og sælir, kæru hugarar! Ég geng undir nafninu bilskirnir hér á huga og er þriðji aðilinn til að hljóta stjórnendaréttindi á þessu áhugamáli - /bækur. Þið eruð eflaust að velta fyrir ykkur hvort svo líflaust áhugamál þurfi svo marga stjórnendur en ég vil einmitt meina að það sé það sem til þarf til að endurlífga áhugamálið. Ég ætla að gera mitt besta til að ná upp virkni og áhuga á bókum, gömlum sem nýjum, og ég er viss um að lilikoi og Sapien munu leggja sitt af mörkum líka.

Ég vil nýta tækifærið og óska Sapien til hamingju með stjórnendastöðuna um leið. :)

Hlakka til að hefjast handa!

~bilskirnir.