Komnar eru tölur um virkni áhugamálsins í mars.

Fjöldi flettinga var 10,393 en voru 8,582 í febrúar og hefur þeim því fjölgað um 21,10% milli mánaða. Áhugamálið hefur ekki verið virkara með tilliti til fjölda flettinga svo langt sem heimildir ná aftur (eða til september 2004).

Nýjar greinar í mars voru 8 talsins en voru 3 í febrúar og er því um 166,67% aukningu að ræða í birtum greinum.

Nýir þræðir á korkinum voru 16 í marsmánuði en 17 mánuðinn áður og nýjar kannanir voru 4 talsins en voru 6 talsins í mars, sem þýðir 33,33% fækkun í nýjum könnunum. Birtar voru 13 nýjar myndir í mars en í febrúar voru nýjar myndir 11 talsins og fjölgaði þeim því um 18,18%.
___________________________________