Í Morgnum í Jenín segir frá Palestínustúlkunni Amal Abulheja. Í gegnum sögu hennar er sögð saga Palestínumanna, þjóðarinnar sem ýtt var til hliðar árið 1947 þegar heimsbyggðin þjáðist af samviskubiti yfir helförinni. Ísraelsríki var stofnað og aldrei var hugsað út í hvert fólkið sem ræktað hafði landið, olívu-, appelsínu- og fíkjutrén síðustu 2000 ár átti að fara.

Albuhawa lýsir með fallegum texta sínum sterkum tengslum fólksins við landið, rótleysi flótmannalífsins og hatrinu.

Eftir þennan lestur skildi ég miklu betur hvers vegna svona erfitt er að leysa þessa deilu sem staðið hefur í meira en hálfa öld.

Rumputuski skrifaði grein um þessa bók í júní 2010. Endilega lesið hana líka.
http://www.hugi.is/baekur/articles.php?page=view&contentId=7192572
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.