Jakob Jankowski er að undirbúa sig undir lokaprófin í dýralæknisfræði í einum virtasta háskóla Bandaríkjanna og íhugar hvernig hann geti fengið bekkjarsystur sína til að sofa hjá sér. Þá fær hann þær fréttir að foreldrar hans hafi látist í bílslysi. Skyndilega stendur hann einn eftir í heiminum með óljósa framtíð og getur ekki einbeitt sér að próflestrinum.

Eftir að hafa frosið í prófi stingur hann af og lendir uppi í sirkuslest. Fyrr en varir er Jakob farinn að sinna sýningarhestum, gíröffum, ljónum og fíl sem bara skilur pólsku og kynnast hörðum heimi sirkuslífs á krepputímum.

Mestar áhyggjur hefur hann af sýningarstúlkunni Marlenu sem er gift bráðlátum og óútreiknanlegum yfirmanni Jakobs.

Þetta er grípandi saga af framandi, heillandi en oft kaldlyndum heimi sirkusins í erfiðu efnahagumhverfi í Bandarísku kreppunni.
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.