Fyrsta bók sem Salman Rushdie skrifaði eftir að Söngvar Satans komu út og hann hlaut líflátsdóm er fallegt ævintýri fyrir fullorðna ekki síður en börn.

Í borg sem er svo sorgmædd að hún hefur gleymt nafninu sínu býr sögumaðurinn Rashíd Khalífa. Vinir hans kalla hann Hugmyndahafið en óvinir hans Keisarann af bla-bla. Harún, sonur hans lifir ágætu lífi þar til móðir hans yfirgefur þá feðga og sagnamaðurinn Rashíd kemur ekki upp stöku söguorði, bara krunki.

Tilraun til þess að bjarga sagnagáfu föður síns kemur Harún á tunglið Khaní þar sem uppnám ríkir í hinum skvaldrandi og síbjarta Gúppverjabæ vegna þess að erkióvinurinn, Khattam-Súd, hefur náð prinsessunni og heldur henni fanginni í hinu þögla og dimma Tjúppvalalandi.
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.