1. Huganafn: loevly


2. Aldur: 26


3. Kyn: Kvenkyns


4. Atvinna/Nám: Ég er viðskiptafræðingur og vinn hjá hinu opinbera.


5. Fjöldi stiga á /bækur: 234


6. Hvers konar bækur lestu helst? Ég les allt mögulegt. Ég er í bókaklúbb og fyrir þá les ég oft eitthvað sem ég hefði ekki valið mér sjálf. Undanfarið hafa bækurnar sem ég hef valið mér sjálf mjög oft innihaldið vampírur. En ég held að ég geti haft gaman af öllu.


7. Uppáhaldsbók/bækur: Ég skrifaði nú grein um Ég get séð um mig sjálf eftir Liz Berry svo ég verð líklega að nefna hana. Annars er Harún og Sagnahafið eftir Salman Rushdie líka í miklu uppáhaldi. Mér finnst ég eiginlega þurfa að nefna Twilight. Þetta eru ekki endilega „bestu" bækur sem ég hef lesið en þær eru í uppáhaldi.


8. Uppáhaldshöfundur: Ætli ég verið ekki að nefna seríuhöfundana Charlaine Harris og Kathy Reichs sem eru bæði góðar og skemmtilegar. Fyrir utan seríur eru fáir höfundar sem ég hef lesið mikið eftir.


9. Hvað ertu að lesa í augnablikinu? Morgnar í Jenínín eftir Susan Abulhawa. Svo eru ég með Evu Lunu eftir Isabel Allende í pásu og smásagnasafn eftir Roald Dahl sem heitir Kiss Kiss.


10. Hvað lastu síðast? Ég endurlas Harry Potter and the Deathly Hallows og hef aðeins verið að kynna mér myndasögur. Las fyrsta bindið af Angel teiknimyndasögunni og fyrsta bindið af Sandman eftir Neil Gaiman.


11. Hvað ætlarðu að lesa næst? Ég held að ég verði að fara að tæka eitthvað úr „eftir að lesa" bunkanum í bókahillunni, líklega Hamlet og mig langar til að halda áfram með Sandman. Já, svo tók ég víst Kuðungakrabbana eftir Anne B. Ragde á bókasafninu um daginn. Veit ekki alveg hvenær ég á að koma henni að.


12. Kaupirðu þér oft bækur? Nei. Aðallega kaupi ég bækur sem ég á erfitt með að nálgast á bókasöfnum eða bækur sem ég hef lesið og veit að ég vil eiga.


13. Hvað lestu ca. margar bækur mánaðarlega? Ég er held að ég sé í svona í 3-6 á mánuði.


14. Nýtirðu þér almenningsbókasöfn? Já, mjög mikið.
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.