Bókaormur mánaðarins - desember 1. Huganafn:
Violet

2. Aldur:
18 ára

3. Kyn:
Kvenkyns

4. Atvinna/Nám:
Menntaskólanemi sem vinnur aðra hvora helgi :)

5. Fjöldi stiga á /bækur:
128

6. Hvers konar bækur lestu helst?
Ég les ævintýrabækur, unglingabækur á ensku, bækur eftir Paulo Coelho og Chuck Palahnuik helst. Les flestar bókamenntategundir, en hef aldrei dottið inní þetta spennusagna æði.

7. Uppáhaldsbók/bækur:
Uppáhalds bókaflokkurinn minn er A Series Of Unfortunate Events. Hef dýrkað þessar bækur síðan ég var lítil. Tek oft tímabil þar sem ég les allar 13 bækurnar aftur (frekar stuttar).

8. Uppáhaldshöfundur:
Lemony Snicket, Laurie Halse Anderson, Chuck Palahnuik, John Green, Cecelia Ahern og Paulo Coelho :)

9. Hvað ertu að lesa í augnablikinu?
Ég er að reyna að klára Friðþæging (Atonement á ensku) en ég hreinlega get það ekki, er búin að vera að reyna síðan í sumar. Mér getur bara fundist svo rosalega leiðinlegt að lesa á íslensku.

10. Hvað lastu síðast?
Artemis Fowl: The Atlantis Complex. Var fyrir smá vonbrigðum með hana, en annars dýrka ég Artemis Fowl bækurnar.

11. Hvað ætlarðu að lesa næst?
Hmmm, ég er alveg með stóran stafla af bókum sem mig langar að lesa næst! The Winner Takes It All eftir Paulo Coelho, Sex Grunaðir eftir Vikas Swarup, Dead Until Dark eftir Charlaine Harris og Gullgerðarmaðurinn eftir Michael Scott. Mig langar líka rosalega að klára að lesa Ísfólkið, en skólinn gleypir allan tíma minn. Ætla að reyna að bæta úr þessum stafla í jólafríinu :)

12. Kaupirðu þér oft bækur?
Já, þegar ég fer til útlanda. Kaupi oft margar bækur þegar ég fer til Bandaríkjana. Get ekki sagt að ég geri það hér á íslandi, finnst það bara of dýrt.

13. Hvað lestu ca. margar bækur mánaðarlega?
Haha, talan hefur verið mjög lág nýlega. Held að ég hafi lesið 3 bækur á meðan þessi önn stóð yfir. Annars las ég allar Harry Potter aftur í sumar ásamt fullt af öðrum bókum, mest eftir John Green.

14. Nýtirðu þér almenningsbókasöfn?
Já ég geri það. Hef samt ekki farið síðan ég varð 18, núna er þetta ekki lengur frítt!
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."