Hefurðu lesið Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur?

Líkamslistahryllingsleikhús í Mosfellssveit hljómar kannski furðulega en í heiminum í dag er margt furðulegt.

Læknirinn Ólafur Benediktsson er í miðri tilvistarkreppu og fær óvænt það hlutverk að njósna um starfsemi líkamslistahryllingsleikhúss sem starfrækt er í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Þegar hann kynnist listamönnum leikhússins og nágrönnum sínum neyðist hann til að horfast illilega í augu við sjálfan meðan hann reynir að fá botn í allt sem er að gerast í kringum hann.

Óvenjuleg saga um óvenjulegt fólk. Í textanum felast spurningar um hvað mannfólkið er að verða eða jafnvel orðið. Ef sífellt þarf að ganga lengra, hvenær verður mörkunum náð? Er sársauki vondur? Á að útrýma honum? Hvað er eftirsóknarvert fyrir þá sem eiga nóga peninga til að kaupa allt það sem hugurinn girnist?

Þetta er bók sem hristir upp í manni en er ekki fyrir mjög viðkvæma. Textinn er lipur, söguþráðurinn ekki beinlínis raunsær en Gúðrúnu Evu tekst að gera hann trúanlegan og hún veltir upp athyglisverðum pælingum.
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.