Bókaormur mánaðarins - Júlí 1. Huganafn:
Marsbúi

2. Aldur:
18 ára í haust

3. Kyn:
Kvenkyns

4. Atvinna/Nám:
Sumarstarfsmaður í Fossvogskirkjugarði og nemi í MH

5. Fjöldi stiga á /bækur:
86

6. Hvers konar bækur lestu helst?
Glæpasögur, ævintýri, skáldsögur

7. Uppáhaldsbók/bækur:
Anne of Green Gables

8. Uppáhaldshöfundur:
Agatha Christie, Jane Austen og Halldór Laxness

9. Hvað ertu að lesa í augnablikinu?
A Caribbean Mystery eftir Agöthu Christie, býst þó við að klára hana fljótt.

10. Hvað lastu síðast?
The Body in the Library og The Secret Adversary eftir A.C.

11. Hvað ætlarðu að lesa næst?
Veit ekki, örugglega einhverja eftir Christie, tók stafla á bókasafninu.

12. Kaupirðu þér oft bækur?
Yfirleitt ekki, ég er svo nísk. Geri það bara í útlöndum þegar mig vantar bækur til að lesa!

13. Hvað lestu ca. margar bækur mánaðarlega?
Ekki margar. Þegar ég var í grunnskóla gat ég lesið yfir 15 á mánuði en eftir að ég byrjaði í framhaldsskóla hefur sú talað snarlækkað (nema kannski skólabækur).

14. Nýtirðu þér almenningsbókasöfn?
Já! Eins og ég sagði áður er ég ótrúlega nísk, sérstaklega á hluti sem ég get fengið ókeypis á bókasöfnum. Það er líka miklu skemmtilegra :)
Nothing will come from nothing, you know what they say!