Tú-ríd Bækur sem ég hef á to-read listanum. Sjö voru mér gefnar, átta fann ég í gömlum hillum, sjö keypti ég notaðar, sex keypti ég nýjar, efst til vinstri er tímarit um tíma (tíma-rit), eina bók fékk ég gefins hjá Þjóðarbókhlöðunni og brúna gumsið neðarlega til vinstri er Sony Reader PRS-505, sem ég nota þessa dagana til að lesa A Portrait of the Artist as a Young Man. Liggjandi bækurnar les ég einmitt núna, þær sem standa uppréttar eru sumsé túríd listinn. Svo ekki sé minnst á um hundrað og sjötíu bækur á rafrænu bókinni sem ég á eftir að lesa líka, eina af annarri.