Ég vil benda fólki sem hefur áhuga á að lesa um flug á íslandi, frá burjun, þá ættu þeir að lesa bækurnar skrifað í skýin, eftir Jóhannes R Snorrason og Viðburarík Flugmannsævi eftir Þorstein E Jónsson. Báðr bækurnar eru skemmtilegar, hraðar og spennandi, allavega ef þú hefur áhuga á flugi. Svo má einnig benda á bókina,Alfreðs sga og Loftleiða, en þar er aðalega verið að tala um sögu Loftleiða, frá byrjun og þangað til þeir sameinuðust Flugleiðum, einnig segir Alfreð frá flugferli sínum. Margar aðrar bækur eru einnig til á markaðnum, en eftir að hafa lesið flestar standa þessar uppúr.