Mér fannst allt í lagi að benda á það, fyrst að Don Kíkóti var nýverið ‘valin’ besta bók sem hefur verið skrifuð, að hún er komin aftur út, eftir að hafa verið ófáanleg um árabil. Þýðingin er í höndum Guðbergs Bergssonar, sem er Íslendinga færastur í þýðingum úr spænsku, og er satt að segja í alveg glæsilegu bandi.
Fyrri útgáfan sem var í höndum AB Bókaútgáfu (sem fór á hausinn), kom í átta bindum, en í þeirri nýju er snúið aftur til upprunans, og bókinni er skipt í tvö bindi, sem hvort um sig skiptast svo í fjóra hluta (fyrsta prent bókarinnar var víst svoleiðis (leiðréttið mig ef þið teljið mig ljúga, sem líkur eru reyndar á)). Fyrra bindið er komið út, en það seinna kemur út að ári liðnu.<br><br>-I don't really come from outer space.
-I don't really come from outer space.