Það er orðið svo langt síðan ég las þessar bækur að ég man ekki hvort mér fannst önnur serían betri en hin. Minnir að mig hafi fundist þær báðar jafnfrábærar.

Hmmm er líka eins og minni að hún hafi verið með eina seríu í viðbót allavega… Dularfullu bækurnar… getur það ekki verið ?

Hmmm maður ætti að skottast á bókasafnið einhvern tíman og rifja þetta upp.
Ákvað bara þar sem ég gat ekki svarað könnuninni að setja hugleiðingar mínar hérna ;-)


En þessi höfundur og Nancy bækurnar voru í gífurlegu uppáhaldi hjá mér þegar ég var yngri. Pottþéttar seríur sem ég ætla tvímælalaust að láta börnin mín lesa. Hef ótrúlega oft hitt fólk sem hefur bara aldrei heyrt minnst á þessar bækur. Finnst það rosalega sorglegt. Hvað þá fólk/krakkar sem hefur aldrei lesið neitt lengra en Andrés Önd.

Hvet alla foreldra hérna til að hvetja börnin sín til að lesa :-)<br><br><img border=“0” src="http://www.einhugur.com/Linda/images/cathuga.gif“ width=”40“ height=”37“><b><font face=”Bookman Old Style“ size=”2">Kv. catgirl</font></