Mamma var að segja mér frá bókasafni sem hún fór alltaf á, á Laufásveginum, greyið konan lá uppí rúmi að lesa og var að fletta og úps padda kom í ljós, svo sagðist hún hafa flett aftur og úps önnur padda kom í ljós. Hún henti bókunum í poka og fór og skilaði þeim og kvartaði og skammaði konugreyin sem voru að vinna þarna og spurði afhverju það væri ekki passað uppá þetta en þær sögðu að það væri passað uppá þetta og þær hefðu aldrei vitað af svona löguðu áður. Ætli þau sprauti einhverju eitri yfir bækurnar?
Það er nú ekki sjaldan sem maður liggur uppí rúmi að lesa, ég er hrædd um að ég hefði fengið áfall að fá pöddur uppí rúm til mín. Ok ok auðvitað eru óteljandi rykmaurar sem eru búnir að byggja alveg hallir og kringlur og allt en þeir eru ósýnilegir “to the naked eye”! *Hrollur*

Hafið þið lent í pöddum í bókunum?? Ég hef sem betur fer ekki lent í pöddum en oft hef ég lent í matarleifum inní bókunum og jafnvel slettum og það er frekar ógeðslegt, sérstaklega þegar maður liggur uppí rúminu sínu.

Og svona í lokin, hvaða bækur eru á náttborðinu ykkar ?
2 Terry Pratchett bækur, The Thruth og The Maskerade,
2 bækur eftir Dean Koontz,
Garfield comics, mjög fyndin!
Og hundaþjálfunarbók.