Ég er nú enginn sérfræðingur um þýskar bókmenntir en manni dettur Johann Wolfgang von Goethe (1749-1832) strax í hug og <i>Faust</i> sem er eitt frægustu verka hans. Einnig Friedrich von Schiller (1759-1805) en hann telst til höfuðskálda Þjóðverja. Ýmsa aðra mætti nefna t.d. Heinrich Heine (1797-1856), Berthold Brecht (1898-1956) og Freidrich Dürrenmatt (1929-) sem samdi einmitt hið skemmtilega leikrit <i>Milljónamærin snýr aftur</i> sem Herranótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, setti upp í vetur. En eins og ég segi er ég alls enginn sérfræðingur.
Ég get hins vegar sagt þér hverjir merkustu heimspekingar Þjóðverja eru:
Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716), Christian Wolff (1679-1754), Immanuel Kant (1724-1804), Johann Gottlieb Fichte (1762-1814), Friedrich Schleiermacher (1768-1834), Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831), Friedrich Wilhelm Joseph Schelling (1775-1854), Arthur Schopenhauer (1788-1860), Friedrich Nietzsche (1844-1900), Gottlob Frege (1848-1925), Edmund Husserl (1859-1938), Moritz Schlick (1882-1936), Martin Heidegger (1889-1976), Hans Reichenbach (1891-1953), Rudolf Carnap (1891-1970), Hans Georg Gadamer (1900-), Jürgen Habermas (1929-).
Þetta eru nú ekki alveg gagnslausar upplýsingar, því sumir þessara manna voru afbragðspennar eins og t.d. Schopenhauer, þótt aðrir, eins og t.d. Kant og Hegel hafi ekki verið það. Og menn eins og Nietzsche teljast nú með bestu rithöfundum Þjóðverja enda hafa líka a.m.k. tvö verka hans verið þýdd á íslensku, þ.e. <i>Svo mælti Zaraþústra</i> og <i>Handan góðs og ills</i>.<br><br>_____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________