Mig langar aðeins að velta upp nokkrum hlutum á þessu áhugamáli sem einhver virðist halda að eigi eitthvað skylt við bókmenntir. Flestir sem eru að deila hugsunum og pælingum sínum hér á þessu áhugamáli virðast hafa mikinn áhuga á vísindaskáldskap eða fantasíu. Harry Potter skýtur líka reglulega upp kollinum og það er bara mjög gott mál, enda er hann efnilegur piltur. En það er mjög villandi að kalla þetta áhugamál bókmenntir og listir. Hér er mestur áhugi á vísindaskáldskap, fantasíu og metsölulistabókum. Aðrar bókmenntagreinar og bækur virðast ekki eiga upp á pallborðið. Þess vegna sting ég upp á því að þetta áhugamál verði endurskírt. Pís!