Ég verð nú að segja að ég var að lesa sögu eftir Laxness og hún hét Lilja. Og þar notaði hann sína furðulegu stafsetningu og ég verð að segja það að mér finnst maðurinn ekki hafa neitt leyfi til þess að skrifa “Einúngis”, “Alminilega” o.s.frv. Íslenska er það litla sem þjóðin okkar hefur sem sérkenni og svo lítilsvirðir hann það með þessu. Og þó svo að hann hafi verið frægur þá gefur það ekki leyfi til þess að skrifa stafsetningar villur eins og hann vill. Við “Táningarnir” nú til dags er harðbannað að skrifa svona og það er nánast þannig að allir fái hjartaáfall og stálslegið fólk fær taugáfall. Er enginn annar á móti þessu? Mér leiðist þetta svo að ég nenni ekki að lesa neina bók eftir hann og í rauninni skemmir þetta bara fyrir. En segjum svo að ég myndi vinna einvhern sigur og myndi verða mjög frægur, gæri það mér leyfi til þess að fá þágufallsýki?