Nú flæðir allt í ársuppgjörum af öllum toga. Hvernig væri að skoða bókaárið? Hvað stendur uppúr af því sem þið lásuð á árinu?

Ég hef átt afar viðburðaríkt bókaár en stoltust er ég af því að hafa lesið allt Dalalíf Guðrúnar frá Lundi.
Skemmtilegast á árinu var sennilega Bókmennta- og kartöflubökufélagið eftir Mary ann Shaffer og Annie Barrows.
Uppgötvun ársins fyrir mig var Suðurríkja-vampíru-bókflokkur Charlaine Harris.
Vonbrigði ársins hinsvegar var Merkiskonur sögunnar sem er hræðilega illa skrifuð.
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.