Ég á enn dálítið af bókum til sölu, þó selst hafi ágætlega. Eftirfarandi bækur eru eftir og ég gef upp grunnverð, en velkomið að bjóða hærra, og verður þá selt hæstbjóðanda.
Þegar þessu er póstað eru þetta bækurnar sem ég á eftir:


Skáldverk eftir Gunnar Gunnarsson (útgefið af Landnámu):

Lystisemdir veraldar x2 (smásagnasafn) 800 kr. stykkið
Sælir eru einfaldir x2 800 kr. stykkið (Ég mæli sérlega með þessari) 800
Glaðnastaðir og nágrenni (smásagnasafn) 800 kr.
Vargur í véum: 800 kr.
Dimmufjöll (smásagnasafn): 800 kr.
Leikrit: 800 kr.

Sherlock Holmes í íslenskri þýðingu:

Sherlock Holmes eftir Sir Arthur Conan Doyle í íslenskri þýðingu:

Afrek Sherlock Holmes 1. Inniheldur sögurnar Veðreiða-Blesa, Gula andlitið, Ævintýri banaþjónsins, “Gloriu Scott”, og Helgisiðabók Mushgrave-ættarinnar 600 kr.

Afrek Sherlock Holmes 2. Inniheldur sögurnar Morð ökumannsins, Krypplinginn, Ævintýri taugalæknisins, Gríska túlkinn, Verðmæta skjalið og Lokaþátt. 600 kr.

Ednurkoma Sherlock Holmes 1. Inniheldur sögurnar auða húsið, Húsameistarann frá Norwood, Dansmennina, Manninn á reiðhjólinu, Skólasveininn sem hvarf og Svarta pétur. 600 kr.

Endurkoma Sherlock Holmes 2. Innheldur sögurnar Óþokkamenni, Napóleons-brjóstlíkönin sex, Stúdentana þrjá, Nefklemmugleraugun, Hvarf knattspyrnugarpsins, Atburðinn á klaustursetri og Blóðflekkina þrjá. 600 kr.

Ævintýri Sherlock Holmes 2. Inniheldur sögurnar Bláa gimsteininn, Marglita borðann, Þumalfingur vélfræðingsins, Brúðarhvarfið, Gimsteinadjásnið og Ævintýri kennslukonunnar. 600 kr.