Ég hef verið að skrifa science fiction sögu sem nú er kominn í 65.000 orð og líkur örugglega í um 80.000 orðum. Þetta er í raun sci-fi og spennutryllir, sem gerist að mestu leyti úti í geimnum.

Það kemur að því að ég vilji gefa hana út, en þá væri gott að vita hve stór hópur á Íslandi væri líklegur til að kaupa science fiction bækur.

Veit einhver um íslenska science fiction bók sem komið hefur út á síðustu árum? Og vitið hvernig hún/þær hafa selst? Ég hef leitað í bókabúðum en ég hef ekkert fundið ennþá.