Ég fór að hugsa um daginn um seríu af barnabókum sem ég las þegar ég var lítil. Ég held þær hafi verið danskar, en gætu verið sænskar eða norskar, las þær á íslensku samt.
Mig minnir að bækurnar hafi verið frekar litlar og þunnar, ein bók fyrir hvern mánuð ársins og nokkuð mikið myndskreyttar. Hér kemur það sem ég man um þær:

Þær fjalla um tvo vini, strák og stelpu. Strákurinn er ljóshærður og stelpan dökkhærð með svona smá part af hárinu í tagli út úr hausnum. Stelpan á litla systur sem hugsar bara um ís.
Í einni bókinni renna þau sér í brekku á sleða og litla systirin týnist í smástund. Trén voru með andlit.
Í ágústbókinni fara þau á ströndina með samlokur og synda svo í sjónum. Strákurinn missir sjónar á stelpunni og panikkar um að hún sé að drukkna.
Í einni bókinni er vor og þau fara heim til annars þeirra og föndra og fara í læknisleik.
Í einni sumarbókinni brenna þau gervinornir á brennu og hitta gamla konu sem þau halda að sé norn.
Í einni bókinni er grímuball utandyra en strákurinn er ekki með almennilegan búning. Hann dettur í brekkunni og rúllar niður og það hleðst utan á hann snjór. Hann vinnur besta búninginn fyrir að vera snjókarl.

Svona, þetta er allt sem ég man. Einhver sem man eftir þessum frábæru bókum? Veit einhver hvað þær heita eða eftir hvern þær eru?