Ég var í hópi áðan og talið barst að jólabókum, það er ekki í markaðshugtakinu heldur bókum sem hæfa þessum árstíma, gerast að vetri eða um jól, vekja upp jólaandann eða slíkt. Munið þið eftir einhverjum þannig bókum?

Ég náði að búa til smá lista:

A Christmas Carol eftir Charles Dickens
Letters from Father Christmas eftir J.R.R. Tolkien
A Christmas Mystery eftir Jostein Gaarder
Jólin koma - kvæði handa börnum eftir Jóhannes úr Kötlum
Einnig var Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson nefnd.

Getið þið bætt við þennan lista. Ekki væri verra ef einhverjir vissu um fleiri góðar jóla-fullorðinsbækur.
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.