Ég er nýbúinn að kynna mér sögur meistara Lovecraft og vill spyrja ykkur hvaða fleiri sögur ætti ég að skoða? Ég hef lesið tvær mjög góðar hingað til(og fullt af smásögum):

Pickman's Model(Ég fékk þvílíkan hroll eftir hana, aðeins 12 bls!)
The Dream Quest of Unknown Kadath

og ég er hálfnaður með The Dreams in the Witch House, frekar sáttur. Þannig er mál með vexti að bróðir minn á tvær bækur með verkum hans, báðar á ensku og þær innihalda næstum allt sem gefið hefur verið út eftir hann. Hann mældi með þessum sérstaklega:

At the Mountain of Madness
The Shadow Over Innsmouth
The Colour Out of Space
The Call of Cthulhu

Ég get ekki beðið eftir að lesa allt þetta, og Þrúgur Reiðinnar eftir Steinbeck og alla Hringadróttinssöguna! Haha, svo lítill tími og alltof mikið til þess að lesa… En hverju mæliði með eftir Lovecraft?