Ég tók nýlega uppá því að lesa Da Vinci Code eftir Dan Brown og fannst hún mjög góð. Þess vegna ákvað ég núna að byrja að lesa Angels and Deamons.. er það bara ég eða eru þær svolítið svipaðar sona í byrjun.

-Robert Langdon er vakinn um miðja nótt við símtal, bæði varðandi lík af heldri manni (Jaques/Leonardo) sem hefur verið merkt einhverju tákni (the pentagon/Illuminati).

-Þegar hann vaknar um miðja nótt lítur hann í bæði skiptin í spegil og hugsar um hve gamall hann sé að verða.

-Þegar hann kemur á staðinn kemur á móti honum fremur óþægilegur karlkynskarakter (Fache/Kohler).

-sá látni tók að sér litla stelpu fyrir einhverjum árum af einhverri ástæðu eða annarri og er það kona á svipuðum aldri og Langdon(Sophie/Vittoria). Báðar fallegar á sona sérstakan hátt og mjög gáfaðar og taka virkan þátt í rannsókninni.

-Bækurnar fjalla auðvitað báðar um leynileg bræðralög sem standa í stríði við kaþólsku kirkjuna. (Priory of sion/Illuminati)

Ég ætla ekki að kvarta yfir þessu svosem en mér fannst þetta bara svolítið áhugavert..