Bara svona af því að okkur hér þykir svo gaman að tala um dauða…. þið vitið, áhugamálsins og solleis :)

Hvað þykir ykkur þá um þennan svokallaða “dauða skáldsögunnar”?
Er skáldsagan dáin, eða lifir hún enn góðu lífi?

Ef hún er dáin hvað drap hana? káluðu rithöfundar henni sjáfir með sífelldum tilraunum sínum til frumleika og fjarlægðust þannig hinn almenna lesanda?
Eða er nútíma samfélag bara andsnúið skáldsögunni? Fáum við ekki bara það nákvæmlega sama útúr því að fara í bíó, eða útá vídjóleigu, eða bara fylgjast með dagská rúv? :) …Er skáldsagan bara úrelt listform, sem önnur þráðri hafa tekið við af?

Eða er þetta allt bara bölvað bull, hefur skáldsagan eitthvað sem ekkert getur komið í staðin fyrir? Hvað þá?


Kókos