Nú vil ég heyra álit ykkar. Hvað finnst ykkur að bæri að gera ef það kæmist upp að grein sem hefur verið samþykkt hér á Bókum væri stolin? Finnst ykkur að það ætti að leyfa henni að vera áfram eða ætti að láta eyða henni út? Ætti framvegis að hafna greinum frá viðkomandi huga? Hvað finnst ykkur? Því ég lít persónulega mjög alvarlegum augum á ritstuld.

Ég er samt ekki að segja að neinn ritstuldur hafi átt sér stað (a.m.k. ekki ennþá). Ég er einungis að spyrja hvað ykkur fyndist <i>ef</i> slíkt kæmist upp.

Segið mér endilega ykkar skoðun á málinu.<br><br>_____________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________