Í stíl við “góðar bækur” hérna fyrir neðan þá datt mér í hug að setja inn þá rithöfunda sem mér finnst góðir :-)
Man svo sjaldan eftir góðum bókum nema ef ég hef lesið margar bækur eftir höfundinn (gullfiskaminnið sko ;-)

<b>Linda Lay Shuler:</b> Konan sem man, Rödd arnarins, Lát trumburnar tala.
<b>Jean M Auel:</b> Þjóð bjarnarins mikla, Dalur hestanna, Mammútaþjóðin, Seiður sléttunnar
<b>Margit Sandemo:</b> Ísfólkið (47 bækur), Galdrameistarinn (15 bækur), Ríki ljóssins (eru enn að koma út)
<b>Bente Petersen:</b> Bækurnar um Raiju (Man ekki alveg hvað margar)
<b>J.R.R Tolkien:</b> Hobbit er snilld en ég verð nú að viðurkenna að mér fannst Hringadróttinssaga frekar langdregin þó hún sé skemmtileg.
<b>Sidney Sheldon:</b> Allar bækurnar eru góðar.
<b>Stephen King:</b> Hann er nokkuð misjafn en t.d Græna mílan eru mjög góðar bækur. Svo langt síðan ég hef lesið hann að ég man ekki hvað bækurnar heita sem mér finnst góðar :-( verð að bæta úr þessu við tækifæri.
<b>Mary Higgins Clark:</b> Allar bækurnar góðar.
<b>John Grisham:</b> Allar góðar sem ég hef lesið
Já og <b>Garfield</b> bækurnar eru hrein snilld. Sérstaklega ef maður vill bara grípa í eitthvað stutt og einfalt ;-)

Hmm ég man nú ekki eftir fleirum í augnablikinu en ég veit að það er fullt fullt fullt eftir. Enda hef ég verið hinn mesti bókaormur í gegnum tíðina og hef lesið óteljanlegt magn af bókum og flestar oftar en 1 sinni.

En í seinni tíð þá hefur skólinn tekið sinn toll og einhvern veginn þegar maður liggur allan daginn yfir skólabókum og skóladóti þá verður eitthvað lítið úr annarri lesningu :´(

Nema les Lifandi Vísindi þegar það kemur inn um póstlúguna mína ;-)

Kv. Kisustelpan