Undanfarin ár hafa bækurnar hans Arnaldar Indiðasonar verið á náttborðinu hjá mér um jólin. Ég hreinlega steinlá fyrir Napóleóns-skjölunum og ekki fannst mér Mýrin verri. En núna var ég að ljúka lestrinum á nýjustu bókinni Grafarþögn og ég var fyrir miklum vonbrigðum!! Hún er vel skrifuð og allt það en spennan er ekki eins og í hinum. Ég átti erfitt með að halda mig frá þeim fyrri og las fram á rauða nótt en fann alls ekki fyrir því í þessarri. Er einhver reyfarafíkill sammála mér í þessu???
______________________________________