OK! Nokkrar hugmyndir um hvernig á að vekja upp þetta áhugamál:

(vill reyndar þakka JediMLD fyrir hans gerðir, við mælum með, bók dagsins etc.)

Skrifum um bókina sem við vorum að klára. Lýsum hvernig okkur fannst hún en ekki bara hvort hún var góð eða slæm. Gefum nasaþef af sögunni án þess að skemma fyrir þeim sem munu lesa hana. Fjöllum um hana og skoðanir manns á bókinni og almennt atriðum eins og einkenna bókina. Ef svona er gert ættu að kvikna spurningar, gagnrýni og vangaveltur!

Ok, þetta var bara ein hugmynd en ég ætla allavega að lofa að skrifa um næstu bók sem ég les eins og ég er reyndar búinn að gera við að mig minnir tvær síðustu. Úff ég les of lítið. Best að fara innheimta bækurnar mínar og lesa og skrifa um One to Count Cadence.<br><br>I'm not even supposed to be here today
- Dante from Clerks