Eftir að ég las fyrri bókina var alltaf eitthvað að angra mig. Svo þegar ég las hana aftur um daginn þá rakst ég á það þegar Angela segir Eragon frá örlögum Broms. Þar minntist hún á að hann hafi verið ástfanginn af einhverri konu en það hafi komið henni í vandræði.
Svo

Bætt við 19. janúar 2007 - 13:17
Hehe, itti óvert á enter svo korkurinn var sendur.
En annars var ég að vellta því fyrir mér hvort að Brom gæti hafa verið ástfanginn af Selenu, móður Eragons. Og ef svo væri, gæti þá ekki verið að það sé ekki Morzan sem er faðir Eragons heldur Brom.
Þetta hljómar víst langsótt en hvað finnst ykkur?