Æ, maður á ekki alltaf að vera að nöldra útaf svona könnunum … :P

Maður getur eiginlega ekki sagt hvað maður les margar bækur á mánuði því það er svo misjafnt. Ég get verið meira en mánuð með sumar bækur en 2 daga með sumar. Það fer bæði eftir því hvað þær eru langar, hversu spennandi þær eru og hversu erfiðar þær eru (sumar bækur eru bara “þyngri” en aðrar, maður þarf að pæla í þeim).

Ég ætla bara að taka Harry Potter sem dæmi af því það hafa flestir lesið hana - Hvað voruð þið, sem lásuð hana, lengi að lesa nýjustu Harry Potter bókina?

Vinkona mín var 2 sólarhringa (fyrir utan þann tíma sem hún var í vinnu las hún stanslaust allan daginn og fram á nótt) en ég var vikur (og las stanslaust)