Hæ krúttin, ég er svo hræðilega forvitin að eðlisfari. Mér datt í hug að spyrja ykkur, sem nennið að svara, hvað þið eruð að lesa núna. Hvað er s.s. á náttborðinu hjá ykkur…eða þar sem þið eruð að lesa. (Ég segi bara náttborð því ég les svo mikið uppí bóli.)
Ég er þannig að ég þarf helst að vera með nokkrar bækur í gangi í einu og þetta er minn listi:

Johnny Panic and The Bible of Dreams e. Sylviu Plath (smásögur)
The Possession; a romance e. A.S. Byatt
The Batchelors Housekeeping Companion e. P.J. O'Rourke
The Edvardians e. Vitu Sackville-West (smásögur)
Andrés Önd, mappa frá 1986 ;)
Magician - master e. Raymond E. Feist (fantasy reyfari)
The Chrysanthemum and The Sword; patterns in Japanese culture e. Ruth Benedict

Dáldið hlaðið á veslings borðið, en það er nokkuð sterkbyggt og hefur þolað meira :D

Mér þætti voða gaman að vita hvað þið eruð að lesa :)

L.<br><br>“You have a right to experiment with your life. You will make mistakes. And they are right too.” (Anaïs Nin)