Ég hef aðeins verið að skoða greinarnar hérna og finnst margt hérna mjög skemmtilegt og fræðandi. Ég er alger bókaormur og eins og líklega margir þá er ég búin að lesa alveg ótrúlegt magn af bókum í gegnum tíðina svo þegar ég fer á bókasafn þá hef ég lesið allar bækurnar sem eru eitthvað þekktar og bækur sem fólk mælir með, það eru t.d bækur eins og eftir Sidney Sheldon, Stephen King, Mary Higgins Clark, Ísfólkið, J.R.R. Tolkien, Jean M. Auel, Linda Lay Shuler og allar ástarvellurnar sem ég las eftir unglingsbókatímabilið og endalaust fleiri bækur og bara hreinlega veit ekki hvað ég á að lesa næst. Ég á það til að lesa bækurnar oft ( er líklega svo gleymin að ég man aldrei hvað ég hef lesið og ef ég man það þá man ég ekki hvernig þær enda svo ég les þær bara aftur) því ég veit ekki um neitt annað til að lesa).
En allavega meining mín með þessu er hvort það gæti ekki verið sniðugt að setja inn svona lista hérna, þar sem fólk getur postað inn lista yfir bækur sem það mælir með… og jafnvel sem það mælir ekki með og kannski skrifa örstutt comment um það. Ég hef svona verið að blaða í gegnum allar greinarnar til að finna eitthvað til að lesa. Ætti nú reyndar að vera að lesa námsbækurnar en það er bara ekki nærri eins gaman !! Þið skiljið líklega hvað ég á við ;-)