Ég er byrjuð aftur á Forboðnu Borginni eftir William Bell.. held að ég sé að lesa hana í þriðja eða fjórða skiptið núna.. en það skiptir kannski ekki máli. Aðalmálið er að þetta er æðisleg bók! Hún er bara æðisleg og maður verður svo reiður og sár út í kínverska ríkið eftir að hafa lesið þetta. En vá þetta er góð bók. Mæli með að allir lesi hana. Hún fjallar um 17 ára strák með hernaðarsögudellu sem fer með pabba sínum sem er myndatökumaður og fréttamaður til Peking til að mynda opinbera heimsókn Gorbatjovs til Peking árið 1989. En þeir lenda inni í hringiðu þessara hræðilegu atburða sem gerðust á Torgi hins himneska friðar í júní það ár og dvöl þeirra í Kína lengist aðeins og endar með því að þeir eru farnir að flýja undan stjórn landsins þar sem engar fréttir máttu koma út fyrir landið. Bókin er skrifuð í dabókarformi stráksins og hann segir beint út blóðbaði á torginu þegar stjórnin réðst að ungum námsmönnum sem gerðu uppreisn gegn kerfinu. Hann missir sjónar af pabba sínum en fær hjálp frá aðstoðamanni þeirra í Kína Lao Xu og ungum námsmönnum sem hann kynnist. En það sem er hættulegast fyrir hann er að inná sér geymir hann upptökuspólur af öllu því sem gerðist og kerfið vill útrýma. Ég las einhversstaðar að höfundur hafði kennt í Peking á þessum tíma eða þarna í kringum og upplýsingar og heimildir eru þar með ótrúlega sannar.

Ástæðan fyrir að ég er að senda þetta hingað inn er bara að auglýsa þessa bók og ég mæli með að þið lesið hana :)
Shadows will never see the sun