Jæja ég er 16 ára og hef ætíð verið mikill bókaormur. Nú er ég bara komin í þau vandræði að mér finnst ég vera búin að lesa allt sem mér finnst áhugavert á bókasafninu. Búin að lesa ísfólkið og bækur eftir Agatha Cristie, Lisa Marklund, Arnald Indriðason, Tolkien og auðvitað marga fleiri, flestar barnabækur og líklega allar unglingabækurnar. Ég er meira að segja komin í þau vandræði að ég hef verið að glugga í reifarana hjá henni mömmu og ég vil virkilega hætta því þetta eru hræðilegar “bækur”. En ég þarf alltaf að hafa eitthvað að lesa og datt í hug að ég gæti fengið einhver ráð varðandi góðar bækur sem vert væri að kíkja í frá ykkur.

Með fyrirfram þökk.



——