Málið er að mig langar mjög að lesa þessar bækur en mér finnst ég full ungur (14 ára).
Ef ég byrja á einhverri bók núna, þá á ég kannski ekki eftir að skilja allt og verða þá fyrir vonbrigðum. Sem gætu gert það að verkum að ég á aldrei eftir að lesa nokkra bók aftur eftir Pratchett.
En það sem ég vil fá að vita :er þessi bókaflokkur erfið lesning?

Fyrir ári síðan fékk ég frá frænda mínum “Men at arms” og gat aðeins lesið fyrstu 40 bls eða svo. En allaveg fannst mér það fín lesning en sum orðin skildi ég ekki og þurfti að grípa til orðabókar. Með því móti gekk þetta voooða hægt.
en nú er liðið ár og ég er að standa mig mjög vel á enskuprófum í skólanum en er það að nokkru gagni í enskum bókmenntum?
En allaveg hvað voruð þið sem eruð búin að lesa bókina gömul þegar þið lásuð ykkar fyrstu?