Ég var að enda við að leggja frá mér nýju bókina hans Arnaldar Indriðasonar. Arnaldur hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér í nokkur ár og bíð ég alltaf spennt eftir næstu bók hans um þá félagana Erlend, Sigurð Óla og auðvitað Elínborgu.
Eftir lestur þessar bókar varð ég fyrir þó nokkrum vonbrigðum. Mér fannst sagan byrja mjög fljótt og allt gerist í byrjun hennar… svo líður og bíður og endurtekningarnar verða fleiri og fleiri og loks leysist morðgátan á síðustu blaðsíðunum. Mér finnst bókin langt frá því að vera leiðinleg en langdregin er hún, það er engin spurning, þetta er bara svo ólíkt fyrri bókum Arnalds sem alltaf eru spennandi frá upphafi til enda.
… eða hvað finnst ykkur sem hafið lesið hana??

Kv. Kroll