Ég er viss um að allir hérna þekki einhvern sem á fullt af bókum uppi í hillu sem það hefur aldrei lesið. Eins og t.d. allar Laxness bækurnar, bara svona til að sýnast svolítið menningarlega sinnaður. T.d. amma mín og afi eiga stóran bókaskáp fullan af bókum sem þau hafa aldrei lesið, varla opnað, þótt svo að aðrir í fjölskyldunni lesi þær, þá eru þær fyrst og fremst keyptar sem “sýndarbækur”.
Ég neita því ekki að mér finnst flott að sjá hillur fullar af bókum sem eru flestar eins og vel uppraðaðar, en mér finnst þetta nú samt svolítið “cheese” svo ég noti “góða” íslensku.
Til hvers að eyða heilu fjöllunum af peningum í bækur sem sitja svo bara og safna ryki upp í hillu? Ég mundi aldrei láta mér detta það í hug! Hvað með ykkur?
Just ask yourself: WWCD!