Ég er nýlega byrjuð að lesa Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson og þó að þetta sé hundgömul bók þá er samt margt í henni sem á við enn þann dag í dag. Stíllin er sérlega skemmtilegur og fyndinn en grafalvarlegur á stundum. Það er mikið um tilvitnanir í ýmsa menn og sumar þeirra eru ansi hreint góðar. Ég mæli eindregið með þessari snilldar bók.
Talbína