Það kemur mér þægilega á óvart hve margir af “aktívu” notendunum á þessu áhugamáli eru stelpur/konur. Einhvers vegna hélt að það væri enn sjaldgæfara að stúlkur(konur) læsu bækur en strákar.

Sýnir bara hve mikið ég veit um hitt kynið! ;)

Annars þykir mér það ógnvænleg þróun að lestrarhestar virðast vera í útrýmingarhættu. A.m.k. finnst mér það vera skammarlega lítill minnihlutahópur sá hluti íslendinga sem af fúsum og frjálsum vilja taka sér bók í hönd.