Minnuga ferðin.

Þar kom það endilega ég ligg hér og get ekkert gert í málum mínum. Þetta byrjaði þannig að ég varð útskrifaður frá Stýrimannaskóla Íslands. Ég var búinn að sækja mér um vinnu, og loksins þegar ég var kominn með vinnuna á litlum 70 tonna togara sem siglir frá Akranesi þá siglum við til sjós. Á leiðinni út sé ég þetta fallega haf það var alveg slétt eins og gólf og sólin glansaði í það. Mér hlakkaði til að fara út á hafið. Ég var búinn að sigla með áhöfnina í sirka 5 klukkutíma þegar ég tek eftir þessum hvalahóp. Ég opnaði alveg augun! Ég hafði aldrei áður séð háhyrninga nema í bíómyndum. Mér fannst allt sem ég sá fallegt þótt það var bara hafið, eða maður sá annað slagið hvali vera syndandi. En þegar við vorum loksins komnir 150 mílur út í hafið þá setjum við trollið út. Ég læt það vera úti í 13 klukkustundir, á meðan er áhöfnin annað hvort að leggja sig, horfa á video, eða bara með Play Station tölvur að leika sér. Svo þegar ég kalla þá upp til að draga trollið inn þá drífa þeir sig, klæða sig í gallana og setja á sig hjálm. Og svo loksins byrjum við að draga inn, og þetta var fyrsta skiptið mitt og ég var að vonast til að ég myndi ekki fara að gera eitthvað vitlaust. Sem betur fer fór allt vel. Svo létum við netið út aftur. Svo fór áhöfnin niður og byrjaði að setja fiskinn í bala og setja klaka með. Svo fengum við fax frá veðurstofunni og á því stóð, VIÐVÖRUN! Og það var líst ekta óveðri eftir 2 klukkutíma. Mér brá ég vissi ekki hvað ég átti að gera! Loks öskraði ég á áhöfnina að drulla sér upp á dekkið og við þurftum að draga netið strax inn! Þeir brugðust vel við. Loksins var allt tilbúið við vorum búnir að loka skipinu alveg eins vel og hægt var og allir voru komnir inn. Hérna uppi í brúnni sá ég óveðurskýin koma nær. Þetta hafði ég aldrei séð á Íslandi, þetta var ekkert smá eldingarnar náðu á sumum stöðum niður í sjó! Ég sagði áhöfninni að vera viðbúin öllu. Við sigldum í áttina heim. Síðan byrjar báturinn að rugga meira og meira við fengum annað fax. Þar stóð að stærstu öldurnar myndu verða um 23 metra háar, mér brá! Í fyrstu sjó ferð minni sem skipstjóri kemur svona óveður ég var ekki reyndur í óveðri nema að vera dekkari. Ég kallaði fyrsta stýrimann strax uppí brú og bað hann um að vera hjá mér. hann hafði ekki lent í svona veðri hann hafði bara verið á sjó sem stýrimaður í 4 mánuði. Mér brá enn meira þegar ég sé þessar hrikalegu öldur þetta var ekki stórt skip það var aðeins 40 metra langt og 12 á breidd. Mér leist alls ekki á þetta. En ég held áfram heim en lækka í ferðinni niður úr 15 knútum niður í 7, þá tekur það ekki jafn mikið á skipinu. En núna byrjar það öldurnar fara yfir skipið stundum sá ég ekkert ég sá bara sjóinn. Ég hafði aldrei áður verið svona hræddur! Stýrimaðurinn sat í stýrihúsinu með mér og hélt sér fast. Þetta var eins og að sjá dauða sinn koma. Ég hugsaði með mér ég skipstjórinn mikil ábyrgð. Ég bar ábyrgð á öllu sem gerðist um borð. Mér leið illa ég huggaði mig með að hugsa um elskulegu kærustu mína. Ég reyndi að tala við stýrimanninn en hann var alveg frosinn þarna af hræðslu! Ég varð þá svolítið pirraður og labba að honum og öskra framan í hann, hvað er að þér, það þýðir ekkert að sitja þarna og gera ekki neitt! Hann horfir á mig. Ég segi við hann að hann eigi að taka við stjórninni núna meðan ég fer niður og funda með áhöfninni. Þegar ég er kominn með alla áhöfnina nema fyrsta stýrimann. Þetta var erfitt, ég sá á svip þeirra að þeir voru hræddir. En svo segi ég við þá að það er brjálað veður öldurnar ná alveg uppí 25 metra hæð og það eru ekki miklar líkur að við komumst lifandi til lands. Ég sé þá að þetta tók á, sumir vildu fara að gráta. Mér leið verr en áður, og labbaði upp í brúnna og sagði það sama við fyrsta stýrimann. Hann tekur því eins og ég, Við kveikjum á útvarpinu, við heyrum lítið í því en hlustum samt, þar er sagt í fréttum að 5 skip eru hérna úti í hættu og við erum einir af þeim. Ég fer strax í talstöðina og reyni að ná sambandi í annað skip.
Þar svarar skipstjórinn á Kútter hf 42, hann segir að það sé mikill sjór kominn í skipið og spyr svo um nafnið á skipinu hjá mér, ég svara og segi Fari ak 53. svo missti ég samband við skipið. Ég kalla niður í vélarrúmið og spyr hvort allt sé í lagi? Þá fæ ég það svar að það er sjór byrjaður að koma inn. Ég fer strax og set allar dælur í gang. Þegar við erum 120 sjómílum frá landi þá er mér farið a lítast illa á blikuna, það er kominn mikill sjór í skipið og ferðin er farinn að verða minni. Það er kominn sjór inní vélina og er að rústa vélinni. Ég hugsa í smá tíma og held að ég gefi bara meira í. Ég næ að hækka ferðina smá það kemur þar miklar vindhviður, maður finnur það alveg á skipinu eins og það stoppi í smá tíma. Þar kemur aldan hún er stór ég öskra á alla í skipinu að koma strax uppí brú . þeir koma. Ég sigli og og skipið fera alveg inní ölduna með stefnið og fer svo hratt uppúr sjónum. Við komumst framhjá þessari öldu. Síðan kemur kraftmikil vindhviða á hliðina á skipið og skipið fer á hliðina. Þegar skipið er að rétta sig þá kemur alda á sömu hlið og hvolfir skipinu. Og það snýst við, og þá er mikill sjór kominn í skipið það er á leið að sökkva. Ég fer með áhöfnina útúr brúnni og við gerum okkur tilbúna til að yfirgefa skipið. Það kemur sjór yfir skipið einn hásetinn skýst af skipinu beint útí sjóinn. Við hendum björgunarhring út til hans og hann heldur sér í hann meðan við setjum björgunarbátana út. Síðan þegar við erum allir komnir í björgunarbátana 2 þá erum við á staðnum í hálfan tíma og sjáum skipið fara ofan í hafið. Einn björgunarbátnum þar sem fyrsti stýrimaður stjórnar fékk loftnet meðan skipið var að sökkva í sig og tæmist af lofti einn maður festist inní bátnum og 3 ná að komast út. Við vorum komnir langt frá þeim við gátum ekki bjargað þeim þeir sem náðu að komast úr bátnum drukknuðu þegar þeir reyndu að synda til okkar en hinn sem festist drukknaði strax og gúmmíbáturinn fór niður. Ég er hérna í sjokki þetta er versta sem ég hef séð, ég sný mér að áhöfninni og segi. Þar sáum við 4 menn af hetjum Íslands farast í sjónum. Við höfum mínútu þögn en hún verður lengur því eingin getur sagt neitt. Við liggjum þarna 5 menn í bátnum og bíðum björgunar. Veðrið var farið að verða skárra og ég byrja þá að skjóta upp neyðarblysum.það var orðið dimmt. Ég var búinn með öll blys nema eitt. Ég ætlaði að spara það þanga til ég sá til báts. Við biðum í þrjá daga þá loksins sé ég lítinn línubát siglandi. Ég skýt upp blysinu, hann sér okkur og siglir í áttina að okkur loksins sjáum við tvo trillukarla. Við hljótum hafa rekið langa leið því við rákumst á tryllu. Okkur er borgið við erum komir um borð í bát og það er siglt með okkur til Njarðvíkur. Þar bíður okkar sjúkrabíll, lögreglan landhelgisgæslan og allt. Þegar ég kem uppá land þá sé ég konur og börn þeirra látnu grátandi. Ég hugsa hversu heppinn ég var að lifa svona af. Fréttamenn koma að okkur og spyrja allskonar spurninga, ég á erfitt með að hugsa. Sjúkrabíll fer með okkur upp á spítalann í Keflavík og þar er skoðað okkur. Einn var meiddur og hinir þurftu bara næringu. Svo loksins eftir þennann erfiða dag fer ég heim með kærustunni og fæ að hvíla mig með bæði hamingju og sorg. Næsta dag fór ég í kirkju til að minnast þeirra sem fórust í veðrinu og komst að því að við 5 sem komu heim voru einu sem fundust lifandi. Ég grét í kirkjunni til að sýna þakklæti mitt fyrir að við 5 mennirnir gátum komist af. Þetta mun vera í minnum okkar um alla ævi.