Kafka on the Shore eftir japanska höfundinn Haruki Murakami kom nýlega út á ensku. Þeir sem þekkja höfundinn vita að þegar kemur að bókum hans þá er við öllu að búast. Þessi saga er ein af þeim merkilegri sem hann hefur skrifað að mínu mati og tekur lesandann á ferð með hinum 15 ára Kafka sem hefur flúið að heiman og með Nakata sem er merkilegur einstæðingur og einfaldingur. Eins og endranær er heimur Murakami flókin og margslungin. Maður dvelur á mörkum draums og veruleika eða handan heims og ólíkir þræðir sögunnar leiða saman að lokum í merkilegum endi.

Ein af betri bókum Murakamis. Ég mæli með henni.
-Sithy-