Þið sem hafið séð bíómyndina Fridu, sem er sönn, með henni Salma Hayek ættuð að vita hver Frida Kahlo er, Mexíkóska listakonan.

Ég fékk í gær sendingu frá amazon.com, tvær frábærar bækur sem ég pantaði með henni. Dagbókin hennar og svo málverkin. Mörg málverkanna þar hafði ég aldrei séð áður. Þau eru frábær og það er útskýring við hvert málverk. Rosalega góðar bækur sem kostuðu saman aðeins 3500 kr.!!!! Tvær stórar bækur hér á Íslandi í þessum stærðum myndu vera yfir 10.000 kr.! amazon er traust og frábært og ódýrt:D