Þetta er nú bara útaf forvitni sem ég spyr að þessu. Því þetta er að gera mig alveg hreint og bent klikkaða =D Ég er nokkuð sérkennileg manneskja og þeir sem þekkja mig eru það flestir líka =Þ svo ég veit það fyrir víst að þau hafi pælt í þessu. En hafa það einhverjir fleiri? Pælingin var allaveganna sú: Til hvers eru fliparnir aftan á stílabókunum?
Oftast á svona bláum, gorma (með götum til að setja í möppur) línustrikuðum stílabókum með baki úr pappa. Og það er skorið í pappann, og það er hægt að taka það upp og það er það sem ég vil kalla fliparnir!
Ég geri mér grein fyrir að líklegast enginn veit hvað ég er að tala um =) en þetta er verulega að verða að vandamáli hjá mér og vinkonum mínum. Við finnum enga skýringu!

En já, fyrir þær manneskjur sem halda ekki að ég sé algjörlega geðveik (eða vita að ég sé geðveik en eru álíka geðveikar og ég og vita svarið) eendilega látið skoðanir ykkar í ljós í sambandi við þetta mál =)

Gleðilega páska =D