Mér finnst þetta frekar léleg þjónusta hjá blindrabókasafninu. Ég er búin að vera að biðja um 2 bækur, eina á dönsku og hina á ensku og þær voru hvorugar inni. Ég spurði hvort það væri stutt í að þær kæmu aftur og kallinn sagði bara að hann vissi það ekki og sumir væru búin að vera með bækurnar síðan á síðustu skóla önn! Þá spurði ég hvort hægt væri að setja mig á biðlista eða eitthvað en þá sagði kallinn mér bara a hringja á helst hverjum degi og spurja um bókina/bækurnar.
Að mínu mati er þetta ekki góð þjónusta, ég er kannski að fara í próf úr einhverri bók sem ég verð helst að hlusta á því ég á erfitt með lestur og þá er kannski einhver útí bæ með bókina heillengi heima hjá sér og er ekkert að nota hana.
Einnig þetta með að setja ekki á biðlista; kannski væri ég búin að hringja á hverjum degi í 1 mánuð og aldrei væri bókin inni og svo myndi einhver vera heppin og hringja og fá bókina strax og ekkert þurfa að bíða og þyrfti að bíða enn lengur.. er ég bara að tuða eða finnst ykkur þetta líka?<br><br><font color=“#FF00FF”><b>Ég er bleiki pardusinn</b></font