Ég sá að einhver hérna á Huga.is gerði grein um Gyllta Áttavitann svo ég ákvað að gera grein um hinar bækurnar 2.

Lúmski Hnífurinn eða The Subtle Knife er önnur bókin af þremur um Lýru, Pantalæmon og félaga eftir Philip Pullman.

Eins og Gyllti Áttavitinn er Lúmski Hnífurinn allgjör snilldarbók fyrir börn og fullorðna sem hlotið hefur toppdóma gagrínanda um heim allan og hefur farið sigurför um heimin.
Hún er 294 bsl á íslensku og er gefin út af Máli og Menningu í Reykjavík árið 2001. Hún er virkilega vel þýdd af Önnu Heiðu Pálsdóttur.

The Subtle Knife eins og hún heitir á skosku eftir Philip Pullman var gefin út árið 1997 í Skotlandi og var gefin út af bókaútgefandanum Point.

Lýra hefur yfirgefið sinn heim ásamt fylgjunni sinni Pantalæmon í leit að meiri vitneskju um hið dularfulla Duft. Í borg krakkanna, Cittágazze, kynnist hún Will sem er á flótta úr enn öðrum heimi eftir að hafa orðið manni að bana. Saman fara þau að leita af föður Wills sem hvar með dularfullum hætti á norðurslóðum ellefu arum áður. Sú leit tvinnast saman við eftirgrennslan Lýru um Duft og stórbrotnar fyrirætlanir föðurs hennar, Asríels lávarðar, gegn Almættinu.

Geggjaðar bækur, þið sem ekki hafið lesið hana, drullið ykkur útí búð eða á bókasafnið;)
./hundar