Ég var fyrir stuttu að lesa greinina hans Hleifs (frábærar bækur sem lítið er talað um) og mæli með því að þið lesið þessa grein líka. Ég er hjartanlega sammála honum um að Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skugga sjónaukinn eru bækur sem allir ættu að lesa og mér finnst að það ætti án nokkurs vafa að gera mynd um þessar bækur, því mæli ég með því að þið lesið þessar bækur. Þið sem ekki hafið lesið Harry Potter. Lesið kannski fyrstu aðra þriðju og fjórðu bókina en þegar kemur að fimmtu held ég að flestir gefist upp ekki það að þær eru lélegar heldur að þær lengjast alltaf og lengjast en þeir sem eru þolinmóðir geta lesið þær. Síðustu bækurnar eru Hringadróttinsaga og þeir sem ekki hafa lesið þær drullið ykkur úr tölvunni og byrjið að lesa.