Ég veit um fáa sem hafa lesið gyllta áttavitann, lúmska hnífinn og skugga sjónaukann, en þesar bækur er ein og sama sagan þar sem þú verður að byrja á þeirri fyrstu og halda svo áfram. Þessar bækur eru eftir phillip pullman og að mínu mati talsvert betri en Harry Potter (frábær bók) vegna þess að spennan helst frá fyrstu bls til þeirrar síðustu. Þetta er bók sem fáir hafa lesið en þeir sem hafa lesið þær taka þær oft fram yfir aðrar bækur. Ég hef ekkert á móti Harry Potter en mér finnst bækurnar alltaf lengjast og lengjast og alltaf þarftu að lesa svo mikið til að fá loksins einhverja spennu. Spennan er aðal kosturinn við þessar bækur og er þetta fantasia um aðra heima. Endilega heira frá einhverjum sem hafa lesið bækurnar.
Hleifur segir TAKK FYRIR MIG