Góðan daginn -

Ég var að hugsa um ákveðna tiltekna bók sem ég man einfaldlega ekki hvað heitir. Þetta er barnabók sem kennarinn okkar las fyrir okkur þegar við vorum í 4. bekk (er á lokaári í framhaldskóla núna) á meðan við borðuðum nestið okkar.

Sagan segir frá manni sem smíðaði tímavél og langaði til að prófa hana. Sonur hans fór inn í vélina (óvart minnir mig) og var sendur aftur á miðaldir. Þar lendir hann í ýmsu en bókin fjallar þó aðallega um krossgöngu sem hann tekur þátt í frá N-Evrópu til S-Evrópu (minnir mig). Þar lendir hann í ýmsum vandræðum, en alltaf bjargast hann einhvern vegin.

Ef það er einhver sem man hvað þessi bók heitir eða eftir hvern hún er þá má hann endilega láta mig vita því að mig langar rosalega að lesa þessa bók aftur, því þó maður sé orðinn eldri er gaman að lesa barnabækur sem maður man eftir frá æsku til að rifja upp.

Kveðja,
Nonni